1 / 26

Berklar Hvíti dauði

Berklar Hvíti dauði. Heiða Hrönn Sigmundsdóttir. Hvað eru berklar?. Berklar er bakteríusjúkdómur af völdum Mycobacterium tuberculosis. Berklar eru hægfara, fasaskiptur sjúkdómur sem smitast í gegnum úða, sem sagt úðasmit

karli
Download Presentation

Berklar Hvíti dauði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Berklar Hvíti dauði Heiða Hrönn Sigmundsdóttir

  2. Hvað eru berklar? • Berklar er bakteríusjúkdómur af völdum Mycobacterium tuberculosis. • Berklar eru hægfara, fasaskiptur sjúkdómur sem smitast í gegnum úða, sem sagt úðasmit • Öfugt við marga aðra sjúkdóma, t.d. HIV og rhinoveiru, þurfa sjúkdómseinkenni að hafa komið fram til að viðkomandi geti smitað

  3. Hvað eru berklar? • Ekki allir berklar smita • Sú tegund berkla sem smitar hvað mest einkennist af holmyndun í lungum og einnig þar sem bakterían sést við smásjárskoðun á hráka

  4. Einkenni berkla • Berklar þurfa súrefni til að lifa og því finnst bakterían alltaf í efri hluta lungnasama hvar hann hefur tekið sér bólfestu • Berklar eru fasakenndur sjúkdómur.

  5. Fasi eitt • Fasi eitt er frumusýking • Líkaminn leitast við að mynda mótefni gegn bakteríunni • Þau einkenni sem koma fram á þessu stigi eru: • flensueinkenni eins og þreyta, uppgangur, nætursviti, hiti, slappleiki, hósti og þreyta. • Einkennin eru oftast væg eða óljós

  6. Fasi eitt frh. • Ónæmiskerfið reynir að gera bakteríurnar óvirkar með því að pakka þeim inn í vefjahjúp • Talið er að margir myndi mótefni á þessu stigi sjúkdómsferilsins og að hann þróist ekki lengra • Kallast seinkomið berklasmit • Á þessu stigi sjúkdómsins smitar fólk ekki aðra

  7. Fasi tvö • Fasi tvö hefst yfirleytt 8 vikum eftir smit. • Þó eru dæmi þess, að fólk geti gengið með bakteríuna í dvala svo árum skipti áður en fasi tvö hefst.

  8. Einkenni fasa tvö • Brjósthimnubólga, blóðugur uppgangur, mæði, brjóstverkur, lystarleysi og megurð. • Á þessu stigi getur berklabakterían skotið blöðrubólgum um líkaman og sýkt önnur líffæri. • Heila, heilahimnu, bein, móðurlíf og mörg önnur líffæri

  9. Greining berkla • Efnið Túberkúlin er sett undir húð á framhandleggi, svokallað Mantoux húðpróf (einnig kallað PPD). • Ef rauður blettur kemur fram innan við 72 klst eru líkur á að viðkomandi sé smitaður af berklum • Þetta segir þó ekki til um hvort berklarnir séu í “dvala” eða virkir. Rauður blettur getur komið fram hjá t.d. flestu fólki sem hefur komist í snertingu við berklabakteríuna, sumum sem hafa komist í snertingu við bakteríu sem er skyld berklum, og hjá fólki sem hefur verið bólusett gegn berklum.

  10. Greining berkla frh. • Ef fólk hefur augljós viðbrögð á húð eftir Túberkúlínið þá er frekari rannsókna þörf • Farið er yfir öll sjúkdómseinkenni • Athugað hvort viðkomandi hafi einhvern tímann komist í snertingu við berklabakteríuna • Röntgenmynd tekin til að athuga hvort bakterían sé sjáanleg. • Einnig er stundum tekið hrákasýni sem er ræktað á rannsóknastofu

  11. Greining berkla frh. • Ef útkoman er jákvæð þá er oftast um virka berkla að ræða hjá einstaklingnum. • Þar sem berklar eru hægfara sjúkdómur getur tekið allt að 4 vikur til að fá niðurstöður • Eftir að jákvæð niðurstaða er fengin getur tekið 2-3 vikur að finna rétta fjöllyfjameðferð fyrir viðkomandi.

  12. Meðferð • Þegar rétta lyfjameðferðin er fundin er henni haldið áfram í a.m.k. hálft ár og allt upp í 12 mánuði. • Byrjað er að nota fyrstu þrepa lyf eins og Ísoniazíð og Rifampin. • Aukaverkanir af fyrstu þrepa lyfjum eru litlar og árangurinn góður • Fyrstu þrepa lyf eru rifampin, ísoniazíð, ehtambutol og pyrazinamide • Eiga það sameiginlegt að vera uppgötvuð fyrir yfir 40 árum

  13. Fjölónæmir berklar • Eru ónæmir fyrir Ísoniazíði og Rifampini • Notuð eru svokölluð annarrar þrepa lyf í bland við fyrstu þrepa lyf. • Hafa meiri aukaverkanir og meðferðin tekur lengri tíma • þau eru allt að 100 sinnum dýrari. • Þessi meðferð er mun flóknari og vandmeðfarnari. • Lyf í þessu þrepi eru PAS, Fluorofquinolones, Cyclic Peptides, Aminoglycosides, Thioamides og Cycloserine

  14. Einkar fjölónæmir berklar • Eru ónæmir fyrir Ísoniazíði og Rimpafíni auk aðallyfja í öðru þrepi; öllu fluorquinonóni og a.m.k. einu af þremur lyfjum sem eru gefin í sprautuformi • Þessi meðferð er sérstaklega flókin og vandmeðfarin • Nokkur ný þriðju þrepa berklalyf eru í þróun • m.a. NIAID, SQ-109, Nitroimidazoles Macrolides, Oxazolidinones, Pyrroles og Diarylquinoline

  15. HIV og berklar • Ein af fyrstu einkennum HIV getur verið að viðkomandi fái berka • berklategundin birtist aðallega á öðrum stöðum en lungum • Læknanleg og hægt að varna henni

  16. HIV og fjölónæmir berklar • Þróast hraðar og er banvænni en hjá einstaklingi sem er eingöngu með berkla. Án lyfja myndu 8 af hverjum 10 deyja innan nokkurrra mánaða • Greining berkla hjá HIV smituðum er oft erfið. • Viðkomandi hefur oft sjúkdóma sem eru skyldir berklum og því er ekki hægt að taka PPD próf. • Sökum lélegs ónæmiskerfis geta röntgenmyndir, hrákapróf og líkamleg einkenni ekki fullsannað að um berkla sé að ræða

  17. Berklalyf • 1. þrep • Notuð við berklum. Þar eru elstu og öflugustu berklalyfin • 2. þrep • Notuð gegn fjölónæmum berklum • Hvorki Rifampin né Ísoníazíð virkar • 3. þrep • við einkar fjölónæmum berklum. • Þá virkar ekki Rifampin og Ísonízíð úr fyrsta þrepi og Fluoroquinolones í 2 þrepi. • Einnig þarf sjúkdómurinn að vera ónæmur fyrir allavegana einu af eftirfarandi lyfjum: Kanamycin, Capreomycin og Amikacin

  18. Saga berkla á Íslandi • Talið er að berklar hafi borist til Íslands á landnámsöld. • Til eru skrásett tilfelli um berkla á 17 og 18 öld en það var ekki fyrr en seint á 19 öld sem þekking verður til á sjúkdómnum. Um þetta leiti fjölgaði héraðslæknum og hófst söfnun upplýsinga um berkla.

  19. Saga berkla á Íslandi frh. • Á árunum 1896-1900 voru skráðir 167-266 sjúklingar árlega • fyrsta áratug 20 aldarinnar voru skráðir 204-495 sjúklingar ár hvert. • Um 150-200 manns dóu úr sjúkdómnum árlega á árunum 1912-1920 og fór dánartalan hækkandi

  20. Saga berkla á Íslandi frh. • Vífilsstaðarhæli var stofnað árið 1910 • Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað árið 1919 • Kristneshæli á Norðurlandi stofnað árið 1926 • Kópavogshæli stofnað árið 1926 • Árið 1921 var sett berklalöggjöf á Alþingi • ákvæði í henni voru að ríkið skyldi greiða sjúkrahúsvist fyrir hvern þann berklasjúkling sem ekki hafði ráð á því

  21. SÍBS • 24 október árið 1938 stofnuðu 26 berklasjúklingar sem voru á Vífilstaðahæli „Samband íslenskra berklasjúklinga”(SÍBS). Með þessu var verið að reyna, að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að komast aftur inn í samfélagið. Sumir sjúklingar höfðu legið í allt að áratug á heilsuhælum • Stofnendur SÍBS hófu að stofna deildir víðsvegar um landið undir nafninu Berklavörn. Árið 6 október 1939 voru merki SÍBS seld og bleðið Berklavörn gefið út. Dagurinn var nefndur „Berklavarnardagur”. Móttökur landsmanna voru svo mikil í fjársöfnuninni að hægt var að byggja Reykjalund

  22. SÍBS frh. • Þegar berklalyfin komu til sögunnar 1947-1952 fækkaði til muna berklasjúklingum en Reykjalundur tók þá við öðrum sjúklingum sem þurftu endurhæfingu. • Í dag stendur SÍBS fyrir „Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga”.

  23. Takk fyrir

More Related