1 / 34

Frítökuréttur

Frítökuréttur. Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningur um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma og hvíldartímaákvæði kjarasamninga. Grundvöllur, gildissvið, helstu efnisatriði og framkvæmd. Grundvöllur / Markmið.

kali
Download Presentation

Frítökuréttur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Frítökuréttur Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Helga Birna Ingimundardóttir

  2. Samningur um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma og hvíldartímaákvæði kjarasamninga Grundvöllur, gildissvið, helstu efnisatriði og framkvæmd Helga Birna Ingimundardóttir

  3. Grundvöllur / Markmið • Vinnutímasamningurinn er gerður til að uppfylla skuldbindingu vegna EES – samningsins. Hann byggir á vinnutímatilskipun ESB. • Samningurinn gildir fyrir allan vinnumarkaðinn • Markmið samningsins er að setja lágmarkskröfur til að stuðla að umbótum, einkum að því er varðar vinnuumhverfi til að tryggja aukið öryggi og heilsuvernd starfsmanna. Helga Birna Ingimundardóttir

  4. Skilgreiningar • Vinnutími: sá tími sem starfsmaður er við störf, er til taks fyrir vinnuveitandann og innir af hendi störf sín eða skyldur, telst vinnutími. Hér er átt við virkan vinnutíma og reiknast neysluhlé þar sem ekki er krafist vinnuframlags og sérstakir frídagar þ.a.l. ekki til vinnutíma. • Hvíldartími: Tími sem ekki telst til vinnutíma. • Næturvinnutími: Tímabilið frá kl. 23:00 til kl. 6:00 • Vaktavinna: Vinna sem skipt er niður í mismunandi vinnutímabil/vaktir skv. ákveðnu kerfi, þar sem starfsmaður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum. Helga Birna Ingimundardóttir

  5. Meginefni samningsins • Daglegur hvíldartími: Vinnutíma skal haga þannig að á 24 stunda tímabili, reiknað frá skipulögðu,venjubundnu upphafi vinnudags starfsmanns, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið, skal dagleg hvíld ná til tímabilsins frá kl. 23:00 til 06:00. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutíma á 24 klst. tímabili fari umfram 13. klst. • Vikulegur hvíldartími: Starfsmaður á rétt á a.m.k. Einum frídegi á hverju sjö daga tímabili sem tengist beint daglegum hvíldartíma. Vikulegur frídagur skal vera á sunnudegi. • Árlegt orlof: ákvarðast af lögum um orlof og kjarasamningum. • Hlé: Starfsmaður á rétt á a.m.k. 15 mín. Hléi ef vinnudagur er lengri en sex klukkustundir. Helga Birna Ingimundardóttir

  6. Meginefni samningsinsHámark vikulegs vinnutíma • Vinnutími á viku skal ekki vera umfram 48 klst. að meðaltali að yfirvinnu meðtalinni. Reikna skal út frá virkum vinnutíma að viðbættu lágmarksorlofi (24 dagar), veikindum, fæðingarorlofi og launuðu starfsnámi. • Viðmiðunarímabil vegna meðalvinnutíma skal vera sex mánuði, janúar – júní og júlí – desember. • Æskilegt að vinnutími sé sem jafnastur frá einni viku til annarrar. Helga Birna Ingimundardóttir

  7. Skipulagt eða venjubundið upphaf vinnudags – skýring: • Sé skipulagt upphaf vinnudags t.d. Kl 8:00, skal miða við það tímamark. Hafi starfsmaður á hinn bóginn fastan vinnutíma sem hefst t.d. Kl. 20:00, skal sólarhringurinn miðaður við það tímamark. Í vaktavinnu er eðlilegt að miða upphaf vinnudags við merktan vinnudag á vaktskrá/varðskrá. Sé ekki um merktan vinnudag að ræða, t.d. Aukavakt í vaktafríi, miðast upphafið við tímamörk síðasta merkta vinnudags. Helga Birna Ingimundardóttir

  8. Frávik frá 11 klst. lágmarkshvíld • Vaktaskipti: • Sérstakar aðstæður: • Truflun á starfsemi vegna ytri astæðna: Helga Birna Ingimundardóttir

  9. Frávik frá 11 klst. lágmarkshvíld • Vaktaskipti: Á skipulegum vaktaskiptum er heimilt að stytta samfellda lágmarkshvíld starfsmanna í allt að 8 klst. þetta á t.d. við þegar starfsmaður skiptir af morgunvakt yfir á næturvakt samkvæmt skipulagi vaktskrár. Fráviksheimild þessi frá 11 klst. lágmarkshvíld á hins vegar ekki við þegar starfsmaður lýkur yfirvinnu og fer yfir á reglubundna vakt og öfugt. Helga Birna Ingimundardóttir

  10. Dæmi um frávik frá 11 klst. lágmarkshvíld • Morgunvakt samkvæmt skipulegri vaktskrá er frá 08:00 til 16:00 og næturvakt samkvæmt skipulegri vaktskrá er frá 00:00 til 08:00. Hér gildir fráviksheimildin frá 11 klst., þ.e.a.s. 8 klst. milli skipulegra vaktaskipta. Starfsmaður þarf hins vegar að vera á morgunvaktinni frá 08:00 til 17:00 og lýkur þar með morgunvaktinni í yfirvinnu og því gildir reglan um 11 kl.st hvíld en ekki 8 klst. Ef hann mætir hins vegar á næturvaktina kl. 00:00, samkvæmt beiðni yfirmanns, hefur skapast frítökuréttur (11 – 7 = x 1,5 = 6 tímar Helga Birna Ingimundardóttir

  11. Frávik frá 11 klst. lágmarkshvíld • Sérstakar aðstæður: Við sérstakar aðstæður er heimilt að stytta samfellda lágmarkshvíld i allt að 8 klst. og lengja vinnulotu í allt að 16 klst., þ.e.a.s við ófyrirsjáanleg atvik þegar bjarga verðmætum. Ennfremur þegar almannaheill krefst þess og/eða halda þarf upp nauðsynlegri heilbrigðis- eða öryggisþjónustu • Ef truflun verður á starfsmeni vegna ytri aðstæðna: svo sem vegna veðurs eða annarra náttúruafla, slysa, orkuskorts, bilana í vélum eða öðrum búnaði eða annarra slíkra ófyrirséðra atvika, má víkja frá ákvæðum um daglega lágmarkshvíld að því marki sem nauðsynlegt er til a koma í veg fyrir veruleg starfsemi hefur komist á að nýju. Helga Birna Ingimundardóttir

  12. Meginregla vegna frávika • Venjubundinn vinnutími hefst kl 8:00. • Starfsmaður vinnur til kl. 23:00. • Starfsmaður tekur að lokinni vinnulotu 11 klst. hvíld. • Starfsmaður á því að mæta til vinnu kl. 10:00 næsta dag og heldur óskertu dagvinnulaunum. Helga Birna Ingimundardóttir

  13. 11 klst hvíld frestað að hluta • Hafi stjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn sé til að starfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klst lágmarkshvíld er náð, skapast frítökuréttur, 1 ½ klst (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Ávinnsla frítökuréttar einskorðast ekki við heilar stundir. Starfsmaður á ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en að aflokinni 11 klst. hvíld nema hann hafi sérstaklega verið beðinn um það. Mæti starfsmaður eigi að síður áður en hann hefur náð hvíldinni ávinnur hann sér ekki frítökurétt. • Sama regla og hér að ofan gildir ef svo lengi er unnið á undan frídegi eða helgi að starfsmaður nái ekki 11 stunda hvíld miðað við venjubundið upphaf dagvinnu. Helga Birna Ingimundardóttir

  14. Frítökurétturdæmi • Venjubundinn vinnudagur hefst kl. 8:00 • Starfsmaður vinnu til kl. 23:00 • Hann er beðinn um að mæta á reglubundnu upphafi vinnutíma kl. 8:00 • 2 klst vantar upp á 11 klst samfellda hvíld (hvíld frá 23 til 08) • Starfsmaður hefur áunnið sér frítökurétt sem nemur 2 *1,5 klst = 3 klst • Heimilt er ef starfsmaður óskar þess að greiða hvíldaruppbótina, 1 klst í þessu dæmi, út í peningum. Helga Birna Ingimundardóttir

  15. Frítökurétturdæmi II • 08:00 – 16:00 reglubundin vakt 16:00 – 23:30 aukavakt 08:00 – 16:00 reglubundin vakt næsta dag Á þessum sólarhring einungis 8 ½ stund í frí == > 11 – 8,5 = 2,5 * 1,5 = 3,75 st. í frítöku. 08:00 – 16:00 reglubundin vakt, mánudagur 16:00 – 24:00 aukavakt frá 16:00 – 23:30,þriðjudagur 08:00 – 16:00 miðvikudagur Á sólarhringnum þriðjud./miðvikud. næst ekki 11 klst. hvíld ==> 11 – 8 = 3 * 1, 5 = 4,5 st. Í frítöku. Helga Birna Ingimundardóttir

  16. Samfelld hvíld rofin með útkalli – frítökuréttur miðað við lengsta hlé • Ef hvíld er rofin einu sinni eða oftar innan 24 stunda tímabils miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, skal bæta það sem vantar upp á a 11 klst hvíld náist, miðað við lengst hlé innan vinnulotu, með frítökurétti 1 ½ klst í dagvinnu fyrir hverja klukkustund sem vantar upp á 11 klst. hvíld Helga Birna Ingimundardóttir

  17. Samfelld hvíld rofin með útkallidæmi • 08:00-16:00 vinna, 8 tímar 16:00-20:00 hvíld, 4 tímar 20:00- 04:00 vinna, 8 tímar 04:00-08:00 hvíld, 4 tímar Vinna samtals á sólarhringnum eru 16 tímar. Lengsta hlé (milli 16:00 og 20:00) eru fjórir tímar • 11 – 4 = 7 * 1,5 = 10,5 st. í frítöku. 08:00-16:00 vinna, 8 tímar 16:00-01:00 hlé, 9 tímar 01:00-05:00 vinna, 4 tímar Lengsta hlé eru 9 tímar  11 – 9 = 2 * 1,5 = 3 st. Í frítöku Helga Birna Ingimundardóttir

  18. frítökurétturvinna umfram 16 klst. • Hafi starfsmaður unnið samtals meira en 16 klst. á einum sólarhring, þ.e. hverjum 24 klst., miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, án þess að ná 8 klst. samfelldri hvíld, skal starfsmaður undantekningarlaust fá 11 klst. samfellda hvíld að lokinni vinnu, án frádráttar á þeim launum sem hann annars hefði fengið. Frítökuréttur, 1,5 klst. (dagvinna) safnast upp fyrir hverja klst. sem unnin var umfram 16 klst. Helga Birna Ingimundardóttir

  19. Vinna umfram 16 klstdæmi • 08:00-18:00 vinna, 10 tímar 18:00-20:00 hvíld, 2 tímar 20:00- 04:00 vinna, 8 tímar 04:00-08:00 hvíld, 4 tímar Vinna samtals á sólarhringnum eru 18 tímar. Lengsta hlé (milli 04:00-08:00) eru fjórir tímar • 11 – 4 = 7 * 1,5 = 10,5 st. í frítöku. + 18 – 16 = 2 * 1,5 = 3 st. samtals 13,5 st. í frítöku Helga Birna Ingimundardóttir

  20. Vinna á undan frí- eða hátíðisdögum • Sama regla gildir um vinnu á undan frídegi og aðra daga. Stafsmaður skal hafa fengið 11 klst hvíld miðað við upphaf venjubundinnar dagvinnu. • Dæmi: • Venjubundið upphaf dagvinnu er kl. 8:00 • Starfsmaður vinnur til kl. 24:00 á föstudagkvöldi. • Starfsmaður mætir ekki til vinnu á laugardegi. • Starfsmaður hafði aðeins fengið 8stunda hvíld á sólarhringnum miðað við venjubundið upphaf dagvinnu. • Starfsmaður á frítökurétti 3 * 1,5 klst = 4,5 klst. Helga Birna Ingimundardóttir

  21. Takmörkuð heimild til greiðslu í stað frítöku • Heimilt er að greiða álagið sem samsvarar 1/3 af uppsöfnuðum frítökurétti óski starfsmaður þess. • Þetta þýðir að álagið verður ekki greitt út nema starfsmaðurinn óski eftir því. • Vinnuveitandanum er þó ekki skylt að verða við þeirri beiðni. • Þessa uppbót/álag skal greiða með dagvinnukaupi. • Skiptir ekki máli hvenær sólarhringsins eða vikunnar frítökurétturinn skapaðist. Helga Birna Ingimundardóttir

  22. Uppsöfnun og úttekt á frítökurétti • Uppsafnaður frítökuréttur skal koma fram á launaseðli. • Veitt í hálfum eða heilum dögum utan annatíma í starfsemi stofnunar í samráði við starfsmenn. • Frítökuréttur fyrnist ekki • Uppgjör við starfslok og gerður upp með sama hætti og orlof. Helga Birna Ingimundardóttir

  23. Vikulegur frídagur • Meginreglan um einn frídag í viku • 35 klst. samfelld hvíld (11 + 24 klst) • Vikulegur frídagur á sunnudegi ef því verður við komið. Helga Birna Ingimundardóttir

  24. Frídegi frestað • Heimilt í tveimur tilvikum: • Í undantekningartilvikum með samkomulagi við starfsmenn • Reglubundið með kjarasamningi • Kjarasamningar segja: að í stað vikulegs hvíldardags komi tveir samfelldir hvíldardagar á hverjum tveimur vikum. • Sé vikulegum frídegi frestað skal veita samsvarandi frí í staðinn innan 14 daga, þ.e. tvo frídaga í vikunni þar á eftir. Helga Birna Ingimundardóttir

  25. Frídegi frestað - dæmi • Vinna þarf næstu tvær helgar. • Tveir kosti í stöðunni • Að hluti starfsmanna vinnu næstu tvo laugardaga og hinn hlutinn sunnudagana • Eða • Að hluti þeirra vinni fyrri helgina og hinn hlutinn þá síðari. • Samkomulag næst um síðari kostinn Helga Birna Ingimundardóttir

  26. Frídegi frestað ..... • Náist ekki samkomulag um frestun á vikulegum frídegi á starfsmaður rétt á frídegi á reglubundnum vinnudegi í vikunni þar á eftir. • Falli frídagur þannig á reglubundinn vinnudag skerðir það ekki rétt starfsmanns til fastra launa og vaktaálgas. Helga Birna Ingimundardóttir

  27. 35 stunda samfelld hvíld næst ekki - dæmi • Starfsmaður er kallaður út á laugardegi og vinnur til kl. 24:00 • Hann fær þannig 8 klst hvíld í tengslum við sinn vikulega frídag. • 3 stundir vantar upp á að hann hafi fengið fulla 11 klst hvíld í tengslum við frídaginn • Hann er sérstaklega beðinn um að mæta kl. 8:00 á mánudagsmorgni. • Hann öðlast þá frítökurétt, 4,5 stundir (3 * 1,5) Helga Birna Ingimundardóttir

  28. Heimild í kjarasamningi • Þurfi að skipuleggja vinnu þannig að vikulegum frídegi sé frestað skal gera um það kjarasamning. • Allt að 12 daga samfelldar vinnulotur og tveir frídagar þar á eftir. Helga Birna Ingimundardóttir

  29. Samráðsnefnd um vinnutíma • Skv. 14 gr. samningsins um skipulag vinnutíma skal sett á fót samráðsnefnd um vinnutíma Helga Birna Ingimundardóttir

  30. Samráðsnefnd um vinnutíma - skipun • Samráðsnefnd um vinnutíma er skipuð tveimur fulltrúum ríkisins, einum frá Rvb., einum frá LN, einum frá ASÍ, einum frá BHM, einum frá BSRB og einum frá KÍ Helga Birna Ingimundardóttir

  31. Samráðsnefnd um vinnutíma - Hlutverk • Samráðsnefnd um vinnutíma skal fjalla um útfærslu og túlkun einstakra ákvæða samningsins samkvæmt erindum sem vísað er til nefndarinnar. Áður en nefndin fjallar um tiltekið ágreiningefni, skulu hlutaðeigandi áður hafa reynt að leysa það á viðeigandi vettvangi. Helga Birna Ingimundardóttir

  32. Samráðsnefnd um vinnutíma - niðurstaða • Til þess að niðurstaða samráðsnefndar um vinnutíma sé bindandi, þarf samþykki allra viðstaddra nefndarmanna enda hafi fundur verið löglega boðaður. Fundur er ályktunarhæfur þegar a.m.k. 6 nefndarmenn eru viðstaddir. Helga Birna Ingimundardóttir

  33. Samráðsnefnd um vinnutíma - eyðublað • Samráðsnefnd um vinnutíma lét útbúa form til að skrifa erindi til nefndarinnar, er það að finna á eftirfarandihttp://www.fjr.is/ • Sjá tvo dæmi Helga Birna Ingimundardóttir

  34. Takk fyrir Helga Birna Ingimundardóttir

More Related