1 / 16

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 81-85

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 81-85. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvað gerðist í júlí 1830?. Stjórnarbylting gerð í Frakklandi. Borgarastéttin fékk aukin völd og í stað einveldis kom þingbundin konungsstjórn.

filia
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 81-85

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Rómantík 19. aldar, bls. 81-85 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Hvað gerðist í júlí 1830? • Stjórnarbylting gerð í Frakklandi. • Borgarastéttin fékk aukin völd og í stað einveldis kom þingbundin konungsstjórn. • Fram komu tillögur um stéttaþing og áttu Íslendingar að eiga fulltrúa í Hróarskeldu. • Í kjölfar júlíbyltingarinnar urðu kröfur um endurreisn Alþingis háværari á Íslandi. • Alþingi kom fyrst saman í Reykjavík 1945.

  3. Og hvað kemur það bókmenntasögunni við? • Júlíbyltingin fól í sér kröfur um frelsi þjóða. • Þjóðernisvitund fór vaxandi í Evrópu á 19. öldinni, einkum með Napóleonsstyrjöldunum. • Íslendingar gerðu kröfu um endurreisn Alþingis og sjálfstæðisbaráttan hófst.

  4. Hvenær byrjaði rómantíkin af fullum krafti á Íslandi? • Bjarni Thorarensen birti fyrsta rómantíska kvæðið 1818 (Ísland). • Rómantíska stefnan komst þó ekki á fullan skrið fyrr en upp úr 1835. • Þá var tímaritið Fjölnir stofnað. • Fjölnir átti að vekja líf með þjóðinni og halda því vakandi, efla frelsi hennar, heill og menntun.

  5. Hvað vildu Fjölnismenn? • Í inngangi 1. árgangs settu Fjölnismenn sér fjögur atriði sem leiðarvísi: • 1. Nytsemin: Allt í ritinu varð að stuðla að einhverjum notum. • 2. Fegurðin: Allir menn áttu að girnast hana sjálfrar hennar vegna. Til að rit væri fagurt þyrfti mál þess að vera fagurt. • 3. Sannleikurinn: Væri sálinni ómissandi líkt og fæðan er líkamanum. • 4. Allt í ritinu átti að byggja á því sem væri gott og siðsamlegt því ef það vantaði væri allt annað einskis virði.

  6. Hvert var efni Fjölnis? • Fjölnir er oft sagður vera boðunarrit rómantísku stefnunnar. • Ekki tengdist þó allt efni hans þeirri stefnu: • umfjöllun um stafsetningu • fréttaskýringar • umræða um hreppaskipan • vísindagreinar um uppruna og eðli jarðar • o.m.fl. • Kjarninn í tímaritinu var þó rómantísk sýn sem birtist sterkast í pólitískum áherslum Fjölnismanna, bæði í blaðinu og utan þess.

  7. Hvert var viðhorfið til fortíðarinnar? • Jónas Hallgrímsson er án efa frægastur Fjölnismanna og nútímamenn tengja margir tímaritið við nafn hans. • Í fyrsta árgangi Fjölnis 1835 birtist kvæðið Ísland eftir Jónas strax á eftir inngangsorðunum. • Í kvæðinu felst eins konar stefnuyfirlýsing þar sem fortíð og samtíð er borin saman.

  8. Hvert var viðhorfið til fortíðarinnar?, frh. • Það sem var nýstárlegt við kvæðið Ísland var: • Náttúrusýnin: Skynjun mannsins á náttúrunni og gildi hennar í sjálfri sér. • Viðhorfið til fortíðarinnar: Söguöldin var hið eina sanna viðmið. • Nemendur lesa kvæðið Ísland á bls. 255-257 í Rótum.

  9. Hvernig var Fjölni tekið? • Íslendingar tóku Fjölni misjafnlega til að byrja með. • Hörðust viðbrögð vakti það sem bar sterkust merki erlendrar rómantíkur, s.s. listævintýri eftir þýska skáldið L. Tieck. • Listævintýri er það kallað þegar höfundur vann á sjálfstæðan hátt úr alþýðlegum ævintýrum. • H.C. Andersen er vel þekktur höfundur slíkra ævintýra.

  10. Hverjir voru Fjölnismenn? • Fjölnismenn voru fjórir: • Jónas Hallgrímsson skáld • Konráð Gíslason málfræðingur og orðabókahöfundur • Brynjólfur Pétursson stjórnarráðsfulltrúi • Tómas Sæmundsson prestur • Þessir menn höfðu allir verið saman við nám í Bessastaðaskóla en síðar farið utan til Kaupmannahafnar og numið ólíkar greinar þar.

  11. Hver var Tómas? • Tómas Sæmundsson (1807-1841) lauk embættisprófi í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1832. • Eftir nám ferðaðist hann um Evrópu en það var afar fátítt hjá námsmönnum á þessum tíma. • Tómas sat fyrirlestra Henriks Steffens í Berlín (Steffens hafði farið aftur til Þýskalands eftir Danmerkurdvölina). • Tómas gerðist prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu.

  12. Hver var Tómas?, frh. • Hann var afkastamikill maður og afar vel að sér í rómantískum fræðum. • Hann skrifaði innganginn að Fjölni. • Fjölnismenn voru ekki sammála um allt sem varðaði tímaritið og svo fór að Tómas gaf 5. árganginn út einn. • Aldrei slitnaði þó vinátta þeirra Fjölnismanna. • Jónas Hallgrímsson orti minningarljóð um Tómas að honum látnum: • „Dáinn, horfinn“ – harmafregn!

  13. Hverjir voru hinir? • Konráð Gíslason var málfræðingur og langlífastur þeirra Fjölnismanna (1808-1891). • Hann varð seinna prófessor við Hafnarháskóla. • Hann skrifaði mikið um stafsetningu í Fjölni og hafði mjög róttækar skoðanir á þeim málum: Vildi að stafsetningin færi meira eftir framburði en uppruna. • Þeir Tómas deildu mjög um þetta efni. • Sjá dæmi um stafsetningu Konráðs á bls. 84.

  14. Hverjir voru hinir?, frh. • Brynjólfur Pétursson skrifaði minnst Fjölnismanna í tímaritið en þá helst um stjórnmál og hag landsins. • Hann var lögfræðingur að mennt og náði góðum frama innan danska stjórnkerfisins. • Þar vann hann m.a. að málefnum Íslendinga.

  15. Hvað með náttúrufræðinginn? • Jónas Hallgrímsson var náttúrufræðingur að mennt en lauk þó ekki prófi frá Hafnarháskóla. • Nokkuð birtist af náttúrufræðilegu efni eftir hann í Fjölni, bæði frumsamið og þýtt. • Jónas hlaut aldrei fasta stöðu sem náttúrufræðingur en var stundum á styrkjum. • Mikinn hluta af rannsóknum sínum kostaði hann þó sjálfur.

  16. Hvað með náttúrufræðinginn?, frh. • Í þýddum ritum um stjörnufræði bjó Jónas til mörg nýyrði sem enn eru notuð, t.d. ljósvaki og aðdráttarafl. • Jónas var vel að sér í náttúrufræðum og þykja rannsóknir hans vandaðar og niðurstöður vísindalegar. • Um Jónas hefur verið sagt að honum hafi tekist að gera jarðfræði að skáldskap. • Þá er átt við ljóðið Skjaldbreiður sem hefur undirtitilinn „Ferðavísur frá sumrinu 1841“ en þá rannsakaði hann fjallið og nágrenni þess.

More Related