1 / 10

Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 13-18

Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 13-18. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Gylfaginning. Kafli 13: Bifröst Gangleri spyr hver sé leiðin til himins frá jörðu. Hár segir að Bifröst sé brúin sem goðin gerðu á milli himins og jarðar. Sumir kalla brúna regnboga.

etta
Download Presentation

Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 13-18

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 13-18 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Gylfaginning • Kafli 13: Bifröst • Gangleri spyr hver sé leiðin til himins frá jörðu. • Hár segir að Bifröst sé brúin sem goðin gerðu á milli himins og jarðar. • Sumir kalla brúna regnboga. • Bifröst hefur þrjá liti og er mjög sterk. • Þó mun hún brotna þegar synir Múspells ríða yfir hana. • Gangleri spyr hvers vegna goðin hafi þá ekki vandað meira til byggingar brúarinnar. • Hár segir að brúin sé nógu vönduð; það sé bara enginn hlutur í heiminum svo sterkur að hann muni haldast heill þegar Múspellssynir herja.

  3. Gylfaginning • Kafli 14: Ásgarður • Gangleri spyr hvað Alfaðir hafi gert þegar hann var búinn að byggja Ásgarð. • Hár segir að hann hafi skipað sér stjórnarmenn sem tóku þátt í að dæma örlög manna og segja til um skipun borgarinnar. • Þetta var á Iðavelli í miðri borginni. • Þar var reist hof sem innihélt sæti stjórnarmanna (goðanna) og hásæti Alföður. • Hof þetta nefndist Glaðsheimur. • Jafnframt var reistur salur fyrir gyðjurnar. • Sá staður nefnist Vingólf. • Síðan tóku goðin til við að smíða hluti úr málmi, steini, tré og gulli. • Upp reis gullöld í lífi þeirra.

  4. Gylfaginning • Kafli 14: Ásgarður (frh.) • Síðan réðu goðin ráðum sínum um sköpun dverganna. • Þeir kviknuðu sem maðkar í holdi Ýmis. • Goðin sáu svo um að þeir fengju vit og útlit sem menn en byggju þó í jörðu og steinum. • Móðsognir er æðstur dverga en Durinn næstæðstur.

  5. Gylfaginning • Kafli 15: Askur Yggdrasils • Gangleri spyr hver höfuðstaður eða helgistaður goðanna sé. • Hár segir að það sé hjá Aski Yggdrasils. • Jafnhár segir að limar asksins dreifist yfir heim allan og standa yfir himni. • Þrjár rætur trésins halda því uppi og liggja breitt: • Ein stendur yfir Niflheimi. Þar er brunnurinn Hvergelmir en Níðhöggur nagar rótina. • Ein rótin er með hrímþursum þar sem forðum var Ginnungagap. Undir þeirri rót er Mímisbrunnur. Í honum er mikil viska fólgin.Mímirheitirsásem á brunninn. HannermjögviturendadrekkurhannúrbrunninumúrhorninuGjallarhorni. Alfaðirlagðieittsinnaugasittaðveðitilaðfádrykkúrbrunninum. • Þriðja rót asksins stendur á himni. Undir henni er Urðarbrunnur. Þar er dómstaður goðanna. Á hverjum degi ríða æsir þangað eftir Bifröst. Þór getur hins vegar ekki farið eftir brúnni. Hann þarf að vaða miklar ár til að komast á dómstað.

  6. Gylfaginning • Kafli 15: Askur Yggdrasils (frh.) • Hár segir að eldur brenni yfir Bifröst. • Það sé nauðsynlegt til að verja brúna fyrir ágangi hrímþursa og bergrisa. • Hár segir jafnframt frá fögrum sal undir askinum við brunninn. • Þaðan koma örlaganornirnar Urður, Verðandi og Skuld. • Til eru fleiri örlaganornir. Þær eru af kyni ása, álfa, manna og dverga. • Vel ættaðar nornir skapa mönnum góð örlög en illa ættaðar nornir skapa mönnum slæm örlög.

  7. Gylfaginning • Kafli 16: Dýr og verur hjá Aski Yggdrasils • Hár segir Ganglera að í askinum haldi til nokkur dýr: • Í limum asksins situr hinn vitri örn Veðurfölnir. • Íkorninn Ratatoskur hleypur upp og niður eftir askinum og ber öfundarorð á milli arnarins og Níðhöggs. • Fjórir hirtir hlaupa um í limum asksins og bíta barr. Þeir heita Dáinn, Dvalinn, Duneyr og Duraþrór • Á hverjum degi taka nornirnar við Urðarbrunn vatn úr brunninum ásamt hvítri leðju sem er umhverfis brunninn og ausa yfir askinn svo limar hans fúni ekki. Þetta vatn er heilagt og allt sem það snertir verður hvítt. • Sú dögg sem fellur af trénu kallast hungangsfall og á því nærast býflugur. • Tveir svanir halda einnig til við Urðarbrunn. Frá þeim eru allir svanir komnir.

  8. Gylfaginning • Kafli 17: Staðir á himni • Gangleri spyr tíðinda af fleiri höfuðstöðum. • Hár segir honum frá þessum stöðum: • Álfheimur • Þar búa ljósálfar sem eru bjartir og fagrir. Dökkálfar búa hins vegar í jörðinni og eru svartari en bik. • Breiðablik • Hann er mjög fagur. • Glitnir • Veggir hans og stoðir eru úr rauðu gulli en þakið úr silfri. • Himinbjörg • Stendur við brúarsporðinn þar sem Bifröst kemur til himins. • Valaskjálf • Bústaður Óðins, þakinn silfri. Þar er hásæti hans, Hliðskjálf. Þegar Óðinn situr í því sér hann yfir allan heiminn. • Gimli • Fegursti staðurinn af öllum. Er á sunnanverðum himni. Þessi staður mun einn standa þegar himinn og jörð hefur farist í ragnarökum.

  9. Gylfaginning • Kafli 17: Staðir á himni (frh.) • Gangleri spyr hvað muni gerast þegar Surtarlogi hafi brennt himin og jörð. • Hár segir að annar himinn sé yfir okkar himni. Hann heitir Andlangur. • Víðbláinn sé svo þriðji himinninn ofar okkar himni. Ljósálfar einir byggi nú þennan stað.

  10. Gylfaginning • Kafli 18: Vindur • Gangleri spyr hvaðan vindurinn komi. • Hann undrast að vindurinn sé ósýnilegur en samt svo sterkur að hann hræri stór höf og æsi eld. • Hár segir að á norðanverðum himni sitji jötunninn Hræsvelgur. • Hann hafi arnarham og þegar hann fljúgi standi vindur undir vængjum hans.

More Related