1 / 21

Íslenska tvö Kafli 2, bls. 111-122

Íslenska tvö Kafli 2, bls. 111-122. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Forsaga íslensku germönsk mál – germanska hljóðfærslan. Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópskra mála sem kallast germönsk mál .

etana
Download Presentation

Íslenska tvö Kafli 2, bls. 111-122

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 2, bls. 111-122 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópskra mála sem kallast germönsk mál. • Þau eru runnin frá móðurtungu sem nefnd hefur verið frumgermanska. • Germönsk mál eru töluð í norðurhluta Evrópu og eiga ýmislegt sameiginlegt innbyrðis.

  3. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Mikilvægasta einkennið sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum í indóevrópsku málafjölskyldunni er breyting sem kölluð er germanska hljóðfærslan. • Þessi breyting hefur einnig verið kölluð Grimms-lögmál eftir þýska málfræðingnum Jakob Grimm (1785-1863).

  4. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Germanska hljóðfærslan felst í því að indóevrópsku lokhljóðin bh, dh, gh / p, t, k / b, d, g birtast í germönskum málum sem b, d, g / f, þ, h /p, t, k. • Erfitt er að tímasetja þessar breytingar en ljóst er að þær hafa tekið langan tíma. • Líklega hafa breytingarnar gengið í gegn á síðustu öldunum fyrir Kristsburð. • Þeim hefur verið lokið þegar germönsku málin taka að greinast í sundur á fyrstu öldunum eftir Krist.

  5. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Germanska hljóðfærslan: • Indóevrópsk fráblásin, rödduð lokhljóð, bh, dh, gh breyttust í rödduðu, ófráblásnu lokhljóðin b, d, g í germönskum málum. • Sjá dæmi á bls. 111. • Indóevrópsk rödduð lokhljóð b, d, g breyttust í órödduðu hljóðin p, t, k. (Í upphafi orða í indóevrópsku er b sjaldgæft og því erfitt að finna dæmi um breytinguna b > p. • Sjá dæmi á bls. 111. • Indóevrópsk órödduð lokhljóð p, t, k breyttust í samsvarandi órödduð önghljóð f, þ, h. • Sjá dæmi á bls. 112.

  6. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Minnistafla um germönsku hljóðfærsluna • bh, dh, gh > b, d, g • b, d, g > p, t, k • p, t, k > f, þ, h

  7. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Frumgermanska tungan greindist snemma í þrjá undirflokka: • vesturgermönsk mál • Enska, þýska, hollenska, flæmska, frísneska, lúxembúrgíska, afríkanska, jiddíska • norðurgermönsk mál • sænska, danska, norska, íslenska, færeyska • austurgermönsk mál • gotneska (útdautt mál)

  8. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, þ.e. gotneska sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum. • Þetta tungumál er nú útdautt. • Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Wulfila biskups á Biblíunni frá 4. öld e.Kr. • Gotneska er langfornlegast allra germanskra mála sem skráð eru á bók. • Sjá „Faðir vor“ á gotnesku á bls. 113.

  9. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Nú á dögum eru germönsk mál dreifð um mikinn hluta jarðarinnar. • Ástæða þess er ekki síst nýlendustefna nokkurra Evrópuríkja á síðari öldum: • enska í N-Ameríku og Ástralíu • Afríkanska (afrikaans) í S-Afríku • jiddíska sem töluð er af gyðingum víða um heim.

  10. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Ýmis einkenni eru sameiginleg öllum germönskum málum. • Einfaldari sagnbeyging en í rómönskum málum, sbr. tíðbeygingu. • Sjá dæmi á bls. 114-115.

  11. Forsaga íslenskugermönsk mál – germanska hljóðfærslan • Fjögur sameiginleg einkenni germanskra mála: • 1. Veikar sagnir mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti (ð-, d- eða t-): • íslenska haf-ði, gleym-di, keyp-ti • danska valg-te, • enska like-d • þýska lieb-te • 2. Sterkar sagnir mynda þátíð með hljóðskiptum: • Íslenska ríða – reið syngja – söng • Enska ride – rode sing – sang • Þýska reiten – ritt singen - sang • Veik beyging lýsingarorða: sterk b. (óákv.)veik b. (ákv.) • íslenska góður maður góði maðurinn • þýska guter Mann gute Mann • danska god mand gode mand • latína bonus vir bonus vir • Áhersla á fyrsta atkvæði orðs: • Alltaf áhersla á fyrsta atkvæði orðs í germönskum málum. • Í indóevrópsku og latínu getur áhersla fallið á mismunandi atkvæði í sama orði eftir beygingarmynd þess.

  12. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Elsta stig norðurgermanskra mála er kallað frumnorræna (fornnorræna). • Talið er að á fyrstu öldunum fyrir Krist hafi tungumálið verið talað á landsvæðunum sem nú teljast til Danmerkur og suðurhluta Skandinavíuskaga. • Helstu heimildir um frumnorrænu er að finna á rúnaristum. • Einnig eru til frumnorræn tökuorð í finnsku og samísku: • finn. kuningas fnorr.*kuningaR ísl. konungur • finn. sakko fnorr. *saku ísl. sök

  13. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Norræn mál • Íslenska er skyldari norsku og færeysku en sænsku og dönsku þótt öll málin séu sprottin af sama meiði: vesturnorræn málausturnorræn mál íslenska sænska norska danska færeyska

  14. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Landnámsmenn fluttu með sér tungumál sitt þegar þeir settust að á Íslandi. • Flestir komu frá V-Noregi en einnig frá öðrum hlutum Noregs. • Einhverjir komu frá Danmörku og Svíþjóð ef treysta má fornum heimildum. • Landnámsmenn fluttu einnig með sér fólk frá Írlandi. • Mál þessa fólks virðist þó hafa haft lítil áhrif á mál hinnar norrænu herraþjóðar.

  15. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Mál landnámsmanna fjarlægðist smám saman heimamálið í Noregi og það mál tók einnig sínum breytingum. • Þegar komið var undir 1400 voru málin orðin talsvert ólík. • Íslenska hefur í aldanna rás tekið ýmsum breytingum varðandi: • hljóðkerfi • beygingarkerfi • orðaforða

  16. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Hvað er vitað um frumnorrænu? • Á frumnorrænum tíma var ritun handrita með latnesku stafrófi ekki hafin. • Þekking manna á tungumálinu er að mestu byggð á rúnaristum sem varðveist hafa frá víkingaöld, einkum frá Svíþjóð. • Með hjálp þeirra hafa málfræðingar reynt að endurgera frumnorrænu að einhverju leyti. • Engar fornar rúnaristur hafa fundist á Íslandi. • Á tímabilinu 600-800 urðu breytingar á rúnaletrinu á Norðurlöndum. • Sumar rúnirnar breyttust að gerð og þeim fækkaði úr 24 í 16. • Sjá mynd af yngra rúnaletrinu á bls. 117 í kennslubók.

  17. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Frumnorrænar málbreytingar • Frumnorræna hefur verið frábrugðin því máli sem barst til Íslands á 9. og 10. öld með landnámsmönnum. • Helstu breytingarnar eru: • stóra brottfall • hljóðvörp og klofning • Af rúnaristum má ráða að þessar breytingar hafi orðið á tímabilinu 600-800. • Einkum var það sérhljóðakerfið sem breyttist.

  18. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Stóra brottfall • Fólst í því að stutt ónefkveðin sérhljóð féllu brott í áherslulausum atkvæðum: • Þetta hafði þær afleiðingar að fjölmörg orð styttust: • hlewagastiR > hlégestr • horna > horn • dagaR > dagr • bindiR > bindr • katilaR > katlar • (Seinna lengdust sum þessara orða aftur, sbr. gestr og dagr, þegar u var aftur skotið inn á undan r í endingum)

  19. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Hljóðvörp • Fólust í því að sérhljóð í áhersluþungu atkvæði lagaði sig eftir öðru sérhljóði í eftirfarandi áherslulitlu eða áherslulausu atkvæði. • Dæmi um i-hljóðvarp: • *gastiR > gestr • *veniR > vinr • *dōmian > dæma • Dæmi um u-hljóðvarp: • *landu > lönd • *barnu > börn

  20. Forsaga íslenskuFrumnorræna Frammælt Uppmælt Kringd Nálæg í ú Kringd Ókringd Ókringd i e u o ö a Fjarlæg

  21. Forsaga íslenskuFrumnorræna • Klofning • Sérhljóð „klofnaði“ í tvö hljóð. • Stutt e í stofni varð fyrir áhrifum frá a eða u í eftirfarandi atkvæði og klofnaði í ja eða jö. • A-klofning • *geldan > gjalda • *erilaR > jarl • U-klofning • *erþu > jörð • *etunaR > jötunn

More Related