1 / 26

Íslensk málsaga Orð af orði, bls. 63-75

Íslensk málsaga Orð af orði, bls. 63-75. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Orðaforði = inntaksorð og kerfisorð. Inntaksorð Vísa til umhverfisins. Þau bera uppi merkingu samræðunnar, inntak þess sem við sjáum og heyrum og tjáum okkur um í ræðu og riti.

erna
Download Presentation

Íslensk málsaga Orð af orði, bls. 63-75

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaOrð af orði, bls. 63-75 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Orðaforði = inntaksorð og kerfisorð • Inntaksorð • Vísa til umhverfisins. • Þau bera uppi merkingu samræðunnar, inntak þess sem við sjáum og heyrum og tjáum okkur um í ræðu og riti. • Orðflokkar inntaksorða eru opnir í þeim skilningi að sífellt er verið að bæta við nýjum orðum í þá . • Um leið deyja önnur orð í opnum orðflokkum í daglegu tali en lifa e.t.v. áfram í bókum. Þekkingarheimurinn breytist og krefst viðbragða málsins. • Nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og atviksorð (háttaratviksorð) eru eru inntaksorð og tilheyra opnum orðflokkum.

  3. Orðaforði = inntaksorð og kerfisorð • Kerfisorð • Forsetningar, fornöfn, samtengingar, upphrópanir, atviksorð (önnur en háttaratviksorð) og svipaðir orðflokkar. • Þessir orðflokkar eru lokaðir því þótt heimurinn breytist getum við áfram notað slík orð í daglegu tali.

  4. Orðaforðinn er ýmist virkur eða óvirkur • Virkur orðaforði • Sá hluti orðaforðans sem við notum í daglegu lífi. • Óvirkur orðaforði • Orð sem við vitum hvað merkja þótt þau séu ekki hluti af daglegu tali okkar. • Dauð orð • Orð í bókum sem við hvorki notum né skiljum og hafa því enga skírskotun í veruleikann fyrir okkur.

  5. Merking orða er breytileg • Orð sem hafa lifað í málinu frá öndverðu hafa mörg hver haldist óbreytt þótt merkingarmið þeirra hafi tekið stakkaskiptum. • Merkingarmið er sá veruleiki sem orð vísa til. • Merkingarmið orðsins eldhús er t.d. ekki það sama og það var á landnámsöld (sbr. hús/skáli þar sem eldur brann). • Sögnin rannsaka þýddi áður að leita í húsi (rann=hús). • Orðið bók eins og það er notað í dag vísar til hlutar sem er ólíkur því sem orðið bók var notað um árið 1200. • Það er eðli lýsingarorða að „veiklast” (sbr. ágætur, sæmilegur). • Ath. Einnig æðisgenginn, frá sér numinn o.fl. • Einungis orð í opnum orðflokkum taka breytingum sem þessum. • Kerfisorðin (t.d. þarna, inni, uppi, áðan, fyrir, og o.s.frv.) merkja það sama og forðum.

  6. Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Nýyrði • Þá er búið til nýtt íslenskt orð sem gjarnan er lýsandi fyrir það fyrirbæri sem það vísar til (er gegnsætt). • Dæmi: • þota (dregið af so. þjóta, þjálla en þrýstiloftsflugvél!) • vindill (undinn úr tóbakslaufi) • ratsjá (búnaður sem hjálpar mönnum að sjá í þoku og myrkri) • bendill (í tölvu, bendir á þann stað sem notandinn er staddur)

  7. Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Tökuþýðingar • Angi af nýyrðum. • Erlend orð eru þá þýdd bókstaflega úr ýmsum málum (þýðingarlán). • Dæmi: • hátíð (tekið á kristnitökuöld úr háþýsku = hochit). • geimskip (tekið úr ensku = space ship). • kalda stríðið (tekið úr ensku = cold war).

  8. Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Tökuorð • Erlend orð eru tekin upp í málið en löguð að hljóðkerfi þess og beygingum. • Dæmi: • Bíll (lat. Automobil) • Þjóðverjar klipptu framan af orðinu og nefndu tækið Auto. • Danir klipptu hins vegar aftan af orðinu og kölluðu tækið bil. • Íslendingar fetuðu svo í þeirra spor og hér kallast tækið sem um ræðir bíll. • Kúpling (dan. kobling) • Tjakkur (ens. jack) • Tónhlaða (ens. IPod)

  9. Hvernig er orðaforðinn endurnýjaður? • Nýmerking eða nýgerving • Gömul orð fá nýja merkingu. • Nýmerkingar eru ekki viðbót við orðaforðann sjálfan heldur er einstökum orðum gefin ný merking af ákveðnu tilefni. • Dæmi: • Síma var hvorugkynsorð sem merkti þráður en þegar Íslendinga fór að vanta orð yfir það sem aðrar þjóðir kalla telephone var farið að notað orðið sem karlkynsorð, þ.e. sími. • Skjár var áður notað yfir gegnsæja himnu í glugga. • Þulur merkti upphaflega sögumaður. • Líknarbelgur var upphaflega notað um belg sem umlykur fóstur í móðurlífi en er nú einnig notað um belgi í bílum sem springa út við árekstur.

  10. Til hvers er verið að búa til ný orð? • Ný orð í máli verða til af því að fólk vantar þau til þess að koma hugsun sinni á framfæri. • Málnotendur hverju sinni laga málið að því umhverfi sem þeir búa í til þess að geta túlkað umhverfið með orðum sínum.

  11. Til hvers er verið að búa til ný orð? • Landnámsmenn gáfu landinu nafn því án orða er ekki hægt að muna kennileiti. • Fyrr á öldum mótaðist orðaforðinn af því að hér var við lýði bændasamfélag. Ýmis orðtök í nútímamáli vísa til þess (sbr. að færa út kvíarnar). • Jafnframt hafa ýmis hugtök mótast af sjósókn (sbr. haga seglum eftir vindi, taka djúpt í árinni, sitja í fyrirrúmi). • Íslenska á ógrynni orða um veður (snjókoma = bylur, drífa, él, fjúk, hríð, hundslappadrífa, kafald, kóf, mjallroka, pos, skafrenningur, svælingsbylur).

  12. Kristnitaka árið 1000 breytti orðaforðanum • Fyrsta skriða erlendra máláhrifa eftir að landnámsöld lauk kom með kristni þegar hún var lögtekin árið 1000: • Tökuorð:Prestur, biskup, altari, engill, djákni, bagall, synd. • Tökuþýðingar /þýðingarlán:guðspjall, himnaríki. • Íslensk orð með nýtt merkingarmið:hvítur, lamb, skíra, bæn, guð, trú, bróðir, auðmjúkur. • Samsetningar úr gömlum orðum:aftansöngur, dymbilvika. • Líkingamál:týndi sauðurinn, rigna eldi og brennisteini, vera sleginn blindu. • Orð tengd gamalli guðsdýrkun fengu neikvæða merkingu:blóta, ragna.

  13. Kristnitaka árið 1000 breytti orðaforðanum • Í kjölfar kristnitöku lærðu Íslendingar að skrifa með latínuletri. • Íslendingar skrifuðu á eigin tungu ekki síður en latínu sem þá var mál lærðra manna. • Skömmu eftir að ritöld hófst fóru Íslendingar að þýða erlendar bókmenntir á íslensku. Í kjölfar þess auðgaðist málið: • kurteisi (úr frönsku) • hæverskur (úr þýsku) • silki (slavneskt orð) • blífa, þenkja, makt selskapur (úr lágþýsku) • fól, hafurtask, kokkáll, lafði, barón, ribbaldi, sápa (úr ensku)

  14. Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Siðaskiptin voru snögg: Jón Arason biskup (1484-1550) og synir hans voru hálshöggnir í Skálholti og í kjölfarið var kirkjuskipan Marteins Lúthers (1483-1546) innleidd. • Páfinn í Róm var yfirmaður kaþólsku krikjunnar en þjóðhöfðingjar höfðu vald yfir lúthersku kirkjunni. • Eftir siðaskipti varð Kaupmannahöfn miðstöð andlegs og veraldlegs valds á Íslandi, ekki síst eftir að Danakonungur varð einvaldur 1662.

  15. Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Skömmu fyrir siðaskipti hafði Jón Arason komið upp prentsmiðju á Hólum. Það var risastökk í bókagerð frá fjöðurstaf og bókfelli. • Í kjölfar siðaskipta var gerð sú krafa að almenningur fjárfesti í húslestrarbókum til heimanota. • Bækur voru áfram dýrar en guðsorðabækur voru þó keyptar á flest heimili.

  16. Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Á Íslandi var rithefð fyrir siðaskipti. Biblían var þýdd á íslensku en ekki dönsku líkt og hefði mátt búast við. • Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið og var það prentað í Hróarskeldu árið 1540. • Guðbrandur Þorláksson biskup gaf svo biblíuna út í heild sinni á íslensku árið 1584. • Á 16. öld var því lagður grunur að málverndun seinni alda. Biblían varð grundvöllur kirkjumálsins.

  17. Siðaskipti 1550: dönsk/þýsk áhrif færast í vöxt • Dönsk og þýsk áhrif náðu einungis að litlu leyti inn í daglegt mál manna og alþýðuskrifarar héldu sínu striki þótt embættismenn skrifuðu kansellístíl • Sjá bls. 69. • Sjálfstæðisbaráttan hófst á 19. öld og þá var reynt að víkja úr málinu ýmsum erlendum orðum og erlendum máláhrifum.

  18. Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Tungumál þurfa alltaf að endurspegla það umhverfi sem þau lifa í. Málnotendur verða að geta sagt það sem þeir hugsa um. • Sjá í þessu sambandi lýsingu sr. Ólafs Egilssonar á kameldýrum á bls. 70.

  19. Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Á 18. öld komu fram ýmsar nýjungar í tæknilegum efnum, s.s. gufuvélin og margvísleg tæki sem henni voru tengd. • Náttúruvísindum fleygði fram og á seinni hluta 18. aldar var farið að skrifa um slík efni. • Þetta var á sama tíma og upplýsingarstefnan festi rætur og málhreinsunar- og málverndunarsjónarmið skutu upp kolli.

  20. Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Á 19. öld reyndi svo aftur að marki á hæfni manna til að þýða útlend vísindatímarit um ný efni, rit sem fjölluðu um hluti og fyrirbæri sem Íslendingar almennt þekktu ekkert til. • Tímamót urðu í þessum efnum árið 1842 þegar út kom í Viðey Stjörnufræði Ursins sem Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, þýddi. • Dæmi um orð sem hann bjó til og notaði í þessari þýðingu: • aðdráttarafl, sporbaugur, ljósvaki, hvolfspegill, jarðarmiðja.

  21. Hreintungustefna og nýyrðasmíð • Fleiri dæmi um vel heppnuð nýyrði: • ál, útvarp, sjónvarp, þyrla, bjórkippa, flugdólgur, geisladiskur... • AIDS = sjálfunnin ónæmisbæklun • Orð sem nú til dags eru notuð um sjúkdóminn: eyðni, alnæmi. • Fyrri uppástungur: ínæming, óvar, næma, ónæmistæring, ót-veiki, ónæmisvisna, eisuveiki, varnarkröm, næming, ót-sýki, eyðsli, fjölnæmi, aðnæmi. • Páll Bergþórsson veðurfræðingur er höfundur nafnsins eyðni. • Læknar og samtök sjúklinga hallast hins vegar að orðinu alnæmi.

  22. Íslenska á tækniöld • Á 20. öld dundu á tungumálinu alls konar tækninýjungar sem þörf krafði að talað væri um: • Togari, botnvarpa, útvarp, sjónvarp, tölva, lyklaborð, bendill, tölvupóstur, blogg, viðhengi o.s.frv. • Ekki hefur tekist að íslenska öll nýyrði nægilega vel; seifa (vista), downloda (hlaða niður), upgreida, updeita...

  23. Hvað er slangur? • Slangur eða slanguryrði er þýðing á enska orðinu slang. • Slangur er óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. • Slanguryrði eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. • Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst og fremst talmál. • Unglingamál: sánd, að vera á eyrnasneplunum, sjitt, djönk... • Sjómannamál: lunning, lúkar, kasta (nótinni) • Íþróttamál: haffsent, senter, takkla, tippla, troða, pressa, dekka...

  24. Hvað er slangur? • Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál kom út 1982. • Slangur af einhverju tagi hefur alltaf verið til í talmáli. • Í bréfum Jónasar Hallgrímssonar eru orðin fígúra og smekkur slanguryrði! • Slangur úreldist mjög hratt: • böst (húsrannsókn) • diskari (plötusnúður) • djúsaður (ölvaður) • efnilegur (sá sem átti dóp) • sardína (lögreglubíll)

  25. Hvað er slangur? • Stundum er mjótt á munum milli slangurs og slettu. • Sletta er orð eða orðasamband sem sótt er í annað mál en á ekki viðurkenndan þegnrétt í nýja málinu. Sletta Nýyrði sjeik mjólkurhristingur hint vísbending OK ... Næs ...

  26. Er íslenska að týnast á einvherjum sviðum þjóðlífisins? • Ýmis teikn eru á lofti sem vert er að gefa gaum: • Fjölmörg fyrirtæki á Norðurlöndum hafa gert starfsfólki sínu að nota ensku á vinnustað og heimasíður fyrirtækjanna eru á ensku. • Hér hafa fyrirtæki lengi borið útlend nöfn, einkum tískuverslanir (Vero Moda, Jack and Jones, Next Accessorize, Ice in a Bucket...) • Lesið brot úr viðtali við stjórnarformann íslensks fyrirtækis á bls. 75. Eruð þið sammála því sem þar kemur fram?

More Related