1 / 7

Aðal- og aukasetningar

Aðal- og aukasetningar. Setning er orðasamband sem inniheldur eina aðalsögn og oftast einnig frumlag. Grundvallarorðaröð = sjálfgefin orðaröðröð). Verkefni: Raðaðu vísuorðunum í grundvallarorðaröð og afmark-aðu setningaliði. Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum

dysis
Download Presentation

Aðal- og aukasetningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Aðal- og aukasetningar • Setning er orðasamband sem inniheldur eina aðalsögn og oftast einnig frumlag. • Grundvallarorðaröð = sjálfgefin orðaröðröð). Verkefni: Raðaðu vísuorðunum í grundvallarorðaröð og afmark-aðu setningaliði. Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló.

  2. Aðal- og aukasetningar II • Setning sem er setningarliður í annarri setningu er nefnd aukasetning. Dæmi: Ég held [að hún sé mjög klár]. Ath. Hér eru tvær sagnir í persónu-hætti og í stað setningarliðarins í hornklofanum má setja eitt orð: [eitthvað]. Dæmi 2: Ég fer [þegar þú kemur heim]. Ath. Setningin innan hornklofanna hefur sviðaða merkingu og tíðar-atvikliður. Ég fer [bráðum]. Dæmi 3: Ég hitti stelpuna [sem á rauða hjólið]. Ath. Setningin innan hornklofanna hefur svipað hlutverk og fylliliður sem kveður nánar á um stelpuna (andlag aðalsetningarinnar).

  3. Aðal- og aukasetningar III • Aukasetningum er oft skipt í undir-flokka eftir hlutverki. Helstu flokkar eru: atvikssetningar, fallsetningar og tilvísunarsetningar. • Aukasetningar (S²) eiga það sam-eiginlegt að byrja á aukatengingu, en það nefnast þær samtengingar sem tengja S² við móðursetningar (S¹) sínar. Verkefni: Greindu eftirfarandi setningar í aðal-setningar S¹ og aukasetningar S². • Pabbi fer alltaf út þegar mamma heldur saumaklúbb. • Ég kem til þín ef ég verð í stuði. • Konan spurði hvort til væri ódýrt kjöt. • Ég þekki ekki skemmtilegasta fólkið.

  4. Fallsetningar • Fallsetningar eru þær aukasetningar (S²) nefndar sem gegna svipuðu hlutverki og nafnliðir (Nl) innan þeirra setninga sem þær eru hluti af. • Þær geta gegnt hlutverki 1) frumlags: [Að Jón skuli alltaf vera fullur] veldur mér áhyggjum; sbr. [Eitthvað] veldur mér áhyggjum. • 2) Hlutverki andlags: · Hún spurði [hvort Jón væri alltaf fullur] sbr. Hún spurði [einhvers/spurningar]. • 3) Hlutverki Nl innan Fl: · Menn tala um [að Jón sé alltaf fullur] sbr. Menn tala um [eitthvað/orðróminn]. • Fallsetningum er skipt í tvennt. 1) skýringarsetningar (tengdar með að) og 2) spurnarsetningar (tengdar með spurnarorði sem hefst á hv-).

  5. Atvikssetningar • Atvikssetningar nefnast þær tegundir aukasetninga (S²) sem gegna svipuðu hlutverki í örum setningum og atviksorð. Dæmi: Ég fer [þegar leikurinn er búinn] sbr. Ég fer [bráðum]. Þau láta [eins og þau séu vitlaus] sbr. Þau láta [illa]. Hún ætlaði að kaupa nýja skó [ef hún ætti pening] sbr. Hún ætlaði [kannski] að kaupa nýja skó.

  6. Tilvísunarsetningar • Eru ein tegund aukasetninga (S²) sem standa oftast sem fylliliðir með nafnorðum til nánari ákvörðunar. Dæmi: 1) Hver á bókina [sem liggur þarna]? 2) Þetta er konan [sem keypti fyrir-tækið]. 3) Stelpan [sem situr á fremsta borði] er í grænni peysu. • Í dæmi 1) stendur S² með andlagi (bókina). Í dæmi 2) stendur S² með sagn-fyllingu (konan). Í dæmi 3) stendur S² með frumlagi (stelpan).

  7. Verkefni Afmarkaðu S¹ og S² [ ] og af-markaðu einnig alla setningaliði í S¹ og S² () • Hundurinn gelti þegar bíllinn ók upp að bænum. • Guðmundur hélt að konan væri farin. • Allir mættu snemma til að þeir misstu ekki af neinu. • Ég kem þótt enginn annar komi. • Enginn vissi hvort við kæmumst alla leið fyrir myrkur. • Amma sagði okkur að tröll byggju í fjöllunum. • Kennarinn teiknaði hríslumynd til að nemendurnir skildu greininguna betur. • Það er ósatt að ég hafi hrint stelpunni. • Krakkarnir vonuðu að kennarinn væri veikur. • Sú staðhæfing þín að bókin væri uppeld var röng. • Hún ætlaði að kaupa nýja skó ef hún ætti peninga. • Afi sagði krökkunum sögur hvenær sem hann hafði tíma.

More Related