1 / 23

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Siðaskipti 1550, bls. 13-18

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Siðaskipti 1550, bls. 13-18. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hafa sálmar ekki alltaf verið til?. Sálmar voru nýjung og hluti af þeim breytingum sem áttu sér stað í kjölfar siðaskipta.

calida
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Siðaskipti 1550, bls. 13-18

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Siðaskipti 1550, bls. 13-18 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Hafa sálmar ekki alltaf verið til? • Sálmar voru nýjung og hluti af þeim breytingum sem áttu sér stað í kjölfar siðaskipta. • Sálmar voru trúarljóð sem voru hluti af safnaðarsöngnum í guðsþjónustunni. • Lútherskir menn lögðu mikla áherslu á þátttöku safnaðarins í guðsþjónustunni. • Áður var orðið sálmur aðeins notað um sálma Davíðs í Biblíunni.

  3. Hafa sálmar ekki alltaf verið til? • Í kaþólskum sið voru helgikvæði ort um helga menn og konur, María mey var þar vinsælust. • Í sálminum á sér hins vegar stað persónulegt samtal við Guð. • Áhersla var mikil á samband sérhvers manns beint við Guð í lúthersku.

  4. Hvernig gekk? • Allt guðfræðiefni sem gefið var út fyrstu áratugina eftir siðaskipti var þýtt. • Á Íslandi voru bækur og kver þýdd úr dönsku og þýsku. • Þýðingarnar voru misgóðar. Einkum hafa fyrstu sálmabækurnar vakið athygli.

  5. Hvers vegna? • Fyrsta sálmabókin var gefin út árið 1555 af Marteini Einarssyni biskupi í Skálholti, alls 35 þýddir sálmar. • Flesta sálmana þýddi biskup úr þýsku en aðra eftir dönskum þýðingum. • Honum þykir hafa tekist furðanlega vel upp miðað við að um brautryðjendastarf var að ræða.

  6. Hvers vegna? • Næsta sálmabók kom út 1558 á vegum Gísla Jónssonar eftirmanns Marteins í Skálholti. Þýðingarnar eru úr dönsku en upphaflega voru sálmarnir á þýsku. • Þriðja sálmabókin mun hugsanlega hafa verið gefin út af fyrsta lútherska biskupnum á Hólum, Ólafi Hjaltasyni, en hún er nú glötuð.

  7. Hvers vegna? • Sálmabók Gísla hefur oft verið tekin til marks um það sem einna verst hefur verið ort á íslensku. • Sjá dæmi á bls. 14. • Ástæðurnar geta verið nokkrar: • Dönsku þýðingarnar sem Gísli notaði voru margar hverjar lélegar. Bæði dönsku og þýsku þýðendurnir treystu sér ekki til að breyta textanum vegna hættu á að kenningin yrði ekki fullkomlega rétt. • Sálmahættir voru nýir bragarhættir og lítil sem engin hefð fyrir þeim. Ekki var hægt að breyta frá þeim því sálmarnir voru ætlaðir til söngs við sérstök lög. • Biskuparnir sáu sjálfir um þýðingarnar í stað þess að leita til skálda. E.t.v. hefur því meira verið um að ræða vilja en mátt til þýðinga.

  8. Og framhaldið? • Guðbrandur Þorláksson (1542-1627) varð biskup á Hólum 29 ára (1571) og gegndi embætti lengst allra biskupa á Íslandi, 56 ár. • Hann festi lútherskan sið á Íslandi.

  9. Og framhaldið? • Guðbrandur var vel menntaður á þess tíma mælikvarða; hafði gengið í Hafnarháskóla. • Danakonungur hafði mikinn áhuga á að nýta háskólann við uppbyggingu ríkis síns og valdi því Guðbrand sem biskup. • Guðbrandur sinnti vel mennta- og menningarmálum í biskupstíð sinni. • Hann keypti prentverk sem Jón Arason hafði flutt til landsins og hóf innlenda bókaútgáfu, einkum gaf hann út trúarrit.

  10. Og framhaldið? • Guðbrandur biskup er frægastur fyrir fyrstu Biblíu Íslendinga og afskipti hans af sálmum; einkum hvað ætti að hafa í huga þegar þeir væru þýddir.

  11. „Í upphafi var orðið” • Guðbrandur lagði mikinn metnað í útgáfu Guðbrandsbiblíu; hún var vegleg og dýr. • Biblían kom út árið 1584. • Guðbrandur notaði þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu nær óbreytta, notaði ýmsar þýðingar sem til voru á Gamla testamentinu og þýddi sjálfur það sem upp á vantaði.

  12. „Í upphafi var orðið” • Guðbrandsbiblía var gefin út í 500 eintökum og kostaði 2-3 kýrverð (verðið fór eftir efnahag kaupanda). • Guðbrandsbiblía var einkum ætluð kirkjum. Húslestrarbækur og önnur guðræknirit voru fyrir almenning. • Siðaskiptamönnum var kappsmál að hafa Biblíuna á móðurmálinu. Athyglisvert er að hér á landi skuli Biblían hafa verið gefin út á íslensku en ekki dönsku. Sennilega hefur áhugi Guðbrands ráðið miklu um þetta auk þess sem hér á landi var fyrir rithefð.

  13. „Í upphafi var orðið” • Biblían var gefin út þrisvar sinnum á 17. og 18. öld. Þær útgáfur þykja að flestu leyti lakari en Guðbrandsbiblía; ytri frágangur ekki eins veglegur og málfar dönskuskotið.

  14. Arngrímur lærði • Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) var mestan hluta ævi sinnar helsti aðstoðarmaður Guðbrands biskups.

  15. Arngrímur lærði • Arngrímur var mikilsverður fulltrúi fornmenntastefnunnar; var vel menntaður og varð fyrstur Íslendinga til að gefa út rit til að fræða útlendinga um Ísland: • Þrjú deilurit á latínu, gefin út í Kaupmannahöfn 1593. Tilgangur ritanna var að útrýma misskilningi um Ísland og Íslendinga. • Crymogæa (nafnið þýðir Ísland á grísku). Þar var saga landsins rakin frá fundi þess fram á síaðri hluta 16. aldar. • Einnig samdi Arngrímur rit um Grænland.

  16. En hvað með sálmana? • Árið 1589 kom út á Hólum Ein ný psalma bók, gefin út af Guðbrandi biskupi. • Þessi sálmabók var mun meiri en þær fyrri, alls 328 sálmar, og í henni var stigið mikið framfaraskref varðandi sálmaþýðingar. • Í formála að bókinni gerði Guðbrandur grein fyrir stefnu sinni varðandi þýðingarnar: • A) Að farið væri nákvæmlega eftir frumtextanum. • B) Að á sálmunum væri gott mál. • C) að engu minni formkröfur væru gerðar en í veraldlegum kveðskap.

  17. En hvað með sálmana? • Ein ný psalmabók var vissulega framför, sérstaklega hvað varðar nýju þýðingarnar, og sumir voru vel ortir. • Enn mátti þó finna skakkar áherslur, rangt rím og málleysur. • Mikillar varkárni gætti í endurskoðun eldri sálma. • Fimm árum eftir útgáfu sálmabókarinnar gaf Guðbrandur út messusöngsbók, Grallarann, með sálmum og sálmalögum. • Orðið Grallari er myndað af latnesku heiti bókarinnar, Graduale.

  18. Hvert var markmið Guðbrands? • Guðbrandur vildi efla guðrækni með Íslendingum. • Hann skar herör gegn rímnakveðskap og danskvæðum. Guðsorð var það sem átti að lesa og fara með. • Þetta hafði þó ekki mikil áhrif á framgang rímna og dansa, alþýða manna hélt fast við þann kveðskap. • Þá brá Guðbrandur á það ráð að koma til móts við smekk almennings með því að nota vinsæl kvæði og bragarhætti án þess að gefa eftir varðandi efni og innihald.

  19. Hvert var markmið Guðbrands? • Árið 1612 gaf Guðbrandur út mikið safn kvæða undir heitinu Ein ný vísnabók. • Í Vísnabókinn voru tæplega 200 kvæði eða kvæðaflokkar, engir sálmar en efnið oftast trúarlegt og bragarhátturinn fenginn úr vinsælum kveðskap. • Flest kvæðanna voru eftir samtímaskáld en einnig voru þar nokkur vinsæl kaþólsk helgikvæði, s.s. Lilja og tvö kvæði eftir Jón Arason. • Einnig voru í bókinni nokkur veraldleg kvæði, mest heimsósómakvæði.

  20. Hvað með Biblíurímur? • Skáldskapurinn í Vísnabókinni átti að þjóna lútherstrú. • Guðbrandur hafði talað gegn rímum en reyndi nú að notfæra sér vinsældir þeirra. • Í stað þess að yrkja rímur út frá sögum um forna kappa skyldi nú yrkja rímur út frá efni Biblíunnar. • Biblíurímur tóku um þriðjung bókarinnar. Þær urðu ekki vinsælar og höfðu lítil eða engin áhrif á þróun rímnanna.

  21. Hvað með vikivaka? • Mörg fallegustu kvæði Vísnabókarinnar voru ort undir vikivakabrag. • Vikivaki var upphaflega tengdur dansi. • Eitt þessara kvæða var Kvæði af stallinum Christi eftir sr. Einar Sigurðsson úr Heydölum (1538-1612). Þetta kvæði er betur þekkt undir nafninu „Nóttin var sú ágæt ein”.

  22. Hvernig tókst? • Ekki verður sagt að Guðbrandi hafi tekist það ætlunarverk sitt að bæta smekk almennings. • Áfram lifði veraldlegur kveðskapur, rímur af fornköppum og öðrum hetjum voru ortar áfram og urðu sífellt vinsælli. • Seinni tíma menn geta hins vegar verið Guðbrandi þakklátir fyrir Vísnabókina en með henni fæst í einu riti úrval kveðskapar frá 250 ára tímabili.

  23. En hættu menn nokkuð að yrkja sálma? • Skáldin náðu með tímanum betri tökum á bragformi og orðfæri sálma og sálmar urðu mikilvægur þáttur í kveðskap Íslendinga. • Sálmar voru bæðir þýddir áfram og frumortir. Með tímanum kom fram í þeim persónulegri tjáning en áður hafði verið. • Í stað þess að yrkja einungis einstaka sálma voru stundum ortir sálmaflokkar út frá prentuðum guðrækniritum líkt og rímnaskáld höfðu ort rímnaflokka út frá sögum. • Liður í þessari þróun var einhver athyglisverðasti trúarskáldskapur Íslendinga; Passíusálmar Hallgríms Péturssonar.

More Related