1 / 24

Plöntur og eitranir

Plöntur og eitranir. Agnes Björg Gunnarsdóttir. Almennt um plöntur og eitranir. Flestar plöntur valda afar litlum einkennum þegar þær eru étnar Aðrar valda miðlungs alvarlegum einkennum Örfáar plöntur sem eru afar eitraðar og mögulega lífshættulegar Td venusvagn og fingurbjargarblóm

beth
Download Presentation

Plöntur og eitranir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Plöntur og eitranir Agnes Björg Gunnarsdóttir

  2. Almennt um plöntur og eitranir • Flestar plöntur valda afar litlum einkennum þegar þær eru étnar • Aðrar valda miðlungs alvarlegum einkennum • Örfáar plöntur sem eru afar eitraðar og mögulega lífshættulegar • Td venusvagn og fingurbjargarblóm • Sumar plöntur geta valdið skaða eða dauða ef neytt í nægilega miklu magni • Geta þannig jafnvel verið heilsubætandi ef í nægilega litlu magni -> lækningajurtir • Td digitalis purpurea eða fingurbjargarblóm

  3. Frh... • Mismunandi hvaða hluti plöntunnar er eitraður • Öll plantan • Einungis blómið/fræin • Einungis rótin • Planta getur verið miseitruð eftir tímabilum • Einstaklingsmunur á einkennum og alvarleika einkenna við eitrun • Einstaklingar með ofnæmi sýna oft meiri einkenni og við fleiri plöntutegundum en aðrir

  4. Tvenns konar “eitranir” • Innbyrðing plantna veldur einkennum • Dæmi: gullregn • Snerting við plöntur veldur einkennum • Dæmi: brenninetla (poison ivy)

  5. tíðnitölur • Almennt eru plöntur sjaldgæf orsök alvarlegra eitrana • Hins vegar fremur algeng orsök vægra eitrana í börnum • Algeng ástæða símhringinga í eitranarmiðstöðvar • 63.000 símtöl á ári í BNA • Börn eru 80% tilfella • Færri en 20% þessara tilvika eru það alvarleg að þurfi læknisaðstoð • Finnsk rannsókn á eitrunum í börnum: • 5% allra eitrana í börnum af völdum plantna • 28% símhringinga í eitrunarmiðstöðvar • Af 71 barni sem leitaði á sjúkrahús: 52 send heim, 2 stuttlega á gjörgæslu. Enginn dó. Allir útskrifuðust innan 24 klst

  6. Tíðnitölur frh... • Dauði vegna plöntueitrana afar sjaldgæf í vestrænum ríkjum • 24.950 tilvik eitrana í Sviss frá 1966-1994: • 152 voru talin alvarleg • 5 dóu (1 vegna ýviðs, 1 vegna páskalilju, 1 vegna haustlilju, 2 vegna hemlock) • Eitrun af völdum plantna er meira vandamál í þróunarríkjum, bæði í börnum og í sjálfsvígstilgangi • Oleander, cerbera, sea mango, bird-lime...osfrv • Einnig þegar óléttar konur éta plöntur til að reyna að framkvæma fóstureyðingu • Oleander, ruta chalpensis

  7. Plöntur eru misgirnilegar....

  8. Ef barn gleypir/snertir eitraða plöntu... • Fara með barn til læknis • Mikilvægt að taka plöntuna, eða eins mikið af plöntunni og hægt er, með til læknisins • Fjarlægja allar plöntuleifar frá líkama, úr munni, augum osfrv • Skola vel svæði sem komust í snertingu við plöntuna • Kæling, kláðastillandi

  9. Meðferð á sjúkrahúsi • Fyrst og fremst stuðningsmeðferð • Sjaldan sem þarf að nota lyf • Öndunaraðstoð ef við á • Í einstaka tilfellum eru til mótefni • Polyclonal mótefni, Fab • Afar dýr • Gegn colchicine og digoxin eitrunum • Colchicine eitrun; td klifurlilja og haustlilja • Lítil reynsla af mótefni • Digoxin eitrun; td fingurbjargarblóm • Ágæt reynsla af mótefni

  10. Gullregn (laburnum)

  11. Gullregn • Fremur lítil tré • Til ýmsar tegundir, hér á landi aðallega Fjallagullregn (L. alpinum) og Garðagullregn (L. watereri) • Báðar þessar tegundir eru eitraðar • Toxinið heitir Cytisine og er nicotineviðtaka agonisti • Allir hlutar plöntunnar eitraðir • Helst fræbelgirnir sem freista barna • Í hverjum fræbelg eru 3-5 fræ, en 2-10 fræ þarf til að valda eitrunareinkennum hjá börnum

  12. Gullregn • Einkenni eitrunar: • Snemmkomin: Kviðverkir, háþrýstingur, tachycardia, tremor • Síðkomin: Hypotension, bradycardia, dyspnea, coma og öndunarbilun • Einnig: Mikil uppköst og/eða niðurgangur, krampar • Einkenni geta komið í ljós eftir 10 min eða eftir nokkrar klst • Meðferð: • Stuðningsmeðferð • Ekkert mótefni til

  13. Fingurbjargarblóm (digitalis purpurea)

  14. Fingurbjargarblóm • Vex villt og ræktuð • Getur orðið allt að 120cm að hæð • Öll plantan eitruð • Inniheldur digitalis glycoside • Notað í læknisfræðilegum tilgangi í litlum skömmtum (digoxine) • Afar þröngt meðferðarbil • Eitrun ef of stórir skammtar • Einkenni eitrunar • Gastroenteritis og minnkuð matarlyst • Rugl, sjóntruflanir, ofskynjanir, krampar • Hyperkalemia og hjartsláttartruflanir

  15. fingurbjargarblóm • Greining: • Er hægt að mæla eiturefni í blóði til greiningar • Meðferð: • Stuðningsmeðferð • Blóðskilun ef hyperkalemia • Er til Digoxin/Digitalis sértækt Fab (fractionated antibody), notað ef ventricular arrhythmiur • Ekki mælt með notkun amiodarone eða rafvendingu við hjartsláttartruflunum • Einkenni geta versnað

  16. Venusvagn (aconitum napellus)

  17. Venusvagn • Getur orðið 100-120cm að hæð • Öll jurtin eitruð, sérstaklega blöð og rætur • Inniheldur ýmis hættuleg eiturefni (aconitine, mesaconitine, hypaconitine, jesaconitine) • Var sett á örvar- og spjótsodda fyrr á öldum • Var mikið notað á tímum Rómarveldis til að koma óvinum fyrir kattarnef • Varð loks bannað að rækta þessa plöntu – lá dauðarefsing við broti

  18. Venusvagn • Einkenni eitrunar: • Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur, svitamyndun • Er neurotoxiskt og veldur “tingling” kringum munn og á útlimum og lömun sem dreifist yfir líkamann, lömun öndunarvöðva, miklir verkir • Einnig hjartsláttartruflanir, hjartastopp ef háir skammtar • Greining: • Hægt að mæla styrk eiturefna í blóði eða þvagi • Meðferð: • Stuðningsmeðferð • Ekkert mótefni til • Er notað í “Traditional Chinese Medicine” til að meðhöndla “kulda” og “Yang skort” • Afar þröngt meðferðarbil

  19. Túlípanar (tulipa Gesneriana)

  20. Túlípanar • Innihalda toxin sem heitir tulipalin (glycoside) • Fremur vægt toxin • Veldur einkennum ef er innbyrt • Getur líka valdið húðeinkennum við snertingu • Magn efnis ræður einkennum • Einkenni ef innbyrt: • Kviðverkir og niðurgangur • Ógleði og uppköst • Svimi, mikil munnvatnsmyndun • Afar sjaldgæft: krampar og dauði • Einkenni ef snerting: • Kláði, verkur, roði, blöðrumyndun

  21. Túlípanar • Blöð, stilkur og rætur/laukar innihalda öll toxinið • Áður gerðist það að laukarnir voru étnir í misgripum fyrir venjulega lauka • Sveltandi Hollendingar.... • Meðferð: • Fyrst og fremst stuðningsmeðferð • Ekkert mótefni til

  22. Takk fyrir

More Related