1 / 20

Gæðastaðlar Barnaverndarstofa 2008

Gæðastaðlar Barnaverndarstofa 2008. Bryndís S. Guðmundsdóttir Uppeldis- og kennslufræðingur Barnaverndarstofu Málþing Ís-Forsa 11.maí 2010. Hvað er staðall?.

becka
Download Presentation

Gæðastaðlar Barnaverndarstofa 2008

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. GæðastaðlarBarnaverndarstofa 2008 Bryndís S. Guðmundsdóttir Uppeldis- og kennslufræðingur Barnaverndarstofu Málþing Ís-Forsa 11.maí 2010

  2. Hvað er staðall? • Staðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðskiptum, bæði innan einstakra landa og á alþjóðavettvangi. Samning þeirra byggist á því að hagsmunaðilar komi sér saman um hvað sé hæfilegt, eðlilegt, góðar starfsvenjur og í takt við tímann. Ákveðnar reglur eru viðhafðar um samningu og samþykkt staðla, sem og þátttöku við gerð þeirra. Staðlaráð Íslands

  3. Lög um staðla og Staðlaráð Íslands (2003) • Íslenskur staðall er er staðall sem hefur verið staðfestur af Staðlaráði Íslands (2.gr.). • Staðall er frjáls til afnota. Stjórnvöld geta þó gert notkun tilgreinds staðals skyldubundna með vísun til hans og hlutaaðeigandi laga. Skal hann þá staðfestur með reglugerð af hlutaðeigandi ráðuneyti og skal í reglugerð vísa til staðalsins (3.gr.).

  4. Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda Staðall er skilgreining á gæðakröfu eða lýsing á því hvernig vel sé staðið að einstökum verkþætti við vistun barns eða fóstur utan heimilis á vegum barnaverndaryfirvalda.

  5. Íslenskir staðlar byggja á: • Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1992) (Leiðbeinandi um sóknarfæri til aukinna réttarbóta f. börn) • Tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum (2005) (Dæmi um aukna réttarbót í aðildarríkjum fyrir börn á stofnunum) • Stöðlum Quality4Children um vistun og fóstur barna (Samstarfsverkefni bvs við 30 Evrópuríki. Frásagnir/narratives) • Barnaverndarlögum (2002) og reglugerðum • Fleirigögnumfrálöndumsemþegarhafa sett sérslíkagæðastaðla

  6. Evrópuverkefnið Quality4Children (2007) um vistun og fóstur barna byggir á: Niðurstöðum frásagna (narratives) c.a. 350 viðmælenda í Evrópu + Ísland, sem voru starfsmenn bvn, fósturforeldrar, vistbörn, fyrrum vistbörn og kynforeldrar. Það sem þeim þótti mikilvægast: Samskipti og þátttaka (opin,gegnsæ,hlustað á skoðanir) Íhlutun barnaverndar (hlutverkfjölsk.,einstb.úrræði,systkinsaman) Umönnun/úrræðið (mjúklending,tengslviðforeldra, reglur, tilfinningalegtengsl viðumsjáraðila, hlýja,stöðugleiki) Útskrift/eftirfylgd (stuðningur við eigin ákvarðanir, áframhaldandi ráðgjöf)

  7. Eftirfarandi er listi yfir íslenskar reglur og reglugerðir sem staðlarnir eiga sér stoð í • Reglugerð um Barnaverndarstofu nr. 264/1995 • Reglugerð um Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga nr. 271/1995, sbr. gr. nr. 474/1998 • Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004 • Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004 • Reglugerð um fóstur nr. 804/2004 • Reglur um samstarf barnaverndarnefnda og meðferðarheimila undir yfirstjórn Barnaverndarstofu frá árinu 2001 • Reglur um réttindi barna og beitingu þvingunar á meðferðarheimilum undir yfirstjórn Barnaverndarstofu frá árinu 1998

  8. Tilgangur með stöðlum • Efla verklag/skýra kröfur til starfsmanna • Efla eftirlit/hvernig er verið að vinna • Gæta hagsmuna barna • Gæta hagsmuna umsjármanna • Fá heildarsýn á vinnuferlið • Tæki t.a. afla fjármagns • Styrkja kröfur til yfirvalda um úrbætur

  9. Hverjir eiga að vinna eftir stöðlunum? • Stjórnvöld • Starfsmenn Barnaverndarstofu • Starfsmenn barnaverndar • Starfsmenn stofnana/meðferðarheimila • Fósturforeldrar

  10. Uppsetning og útlit staðlanna • 10 meginreglur • Hugtakaskýringar • 17 meginstaðlar (5 stig verkferils) • 103 undirstaðlar • 115 rauð ljós

  11. MeginreglurStaðlar eiga að gefa vísbendingar um að meginreglur séu haldnar • Tryggja hagsmuni barns • Málið sé kannað vendilega • Vistun sé nauðsynleg – hagsmunir barnsins • Tímabundin ráðstöfun – fjölskyldan á ný • Upplýsa barnið • Sjónarmið barnsins virt • Taka tillit til aldurs og þroska í öllu ferlinu • Samráð við aðstandendur • Skjalfestar upplýsingar um ráðstafanir – gegnsætt ferli • Tryggan kvörtunarferil fyrir barnið

  12. Verkferli vistunar og fósturs I. stig: Almenn umgjörð vistunar og fósturs II. stig: Ákvörðun og aðdragandi vistunar og fósturs III. stig: Umsjá barns í vistun eða fóstri IV. stig: Lok vistunar og fósturs og eftirfylgd V. stig: Rannsóknir og árangursmat

  13. I. stig: Almenn umgjörð vistunar og fósturs Ábyrgð bera f.tr. ráðuneyti, BVS, sveitarstj. Bvn. 1. staðall Öll laga- og stjórnsýsluleg umgjörð vistunar og fósturs liggur fyrir með skýrum hætti. 2. staðall Öll framkvæmd og málsmeðferð í vistunar- og fósturmálum er vönduð. 3. staðall Ávallt er val um mismunandi vistunar- og fósturúrræði

  14. II. stig: Ákvörðun og aðdragandi vistunar eða fóstursÁbyrgð bera bvn og BVS með eftirlit 4. staðall Barni er aldrei komið í vistun eða fóstur að nauðsynjalausu. 5. staðall Við ákvörðun um vistun eða fóstur eru hagsmunir barns ávallt hafðir í fyrirrúmi. 6. staðall Vandað er til ákvörðunar um vistun eða fóstur og við val á umsjáraðilum. 7. staðall Ráðstöfun barns í vistun eða fóstur er vel undirbúin og lögð er áhersla á að viðhalda eftir föngum stöðugleika í högum þess.

  15. III. stig: Umsjá barns í vistun eða fóstriÁbyrgð bera bvn, BVS, umsjáraðilar 8. staðall Öll ytri umgjörð vistunar og fósturs er góð og mætir þörfum barnsins sem þar dvelur. 9. staðall Tímabundin vistun eða fóstur varir aldrei lengur en nauðsyn krefur. 10. staðall Stuðlað er að umgengni barns í vistun eða fóstri við nákomna. 11. staðall Barn í vistun eða fóstri er hvatt og stutt til að taka þátt ákvörðunum er snerta hagi þess. 12. staðall Viðmót og atlæti umsjáraðila við barn á hans vegum einkennist af skilningi, hlýju, virðingu og ábyrgð. 13. staðall Tryggt er að börn í vistun eða fóstri njóti grundvallarréttinda. 14. staðall Skilvirkt eftirlit er með aðbúnaði og líðan barna í vistun og fóstri.

  16. IV. stig: Lok vistunar eða fósturs; aðdragandi og eftirfylgdÁbyrgð bera bvn, umsjáraðilar, BVS með eftirlit 15. staðall Allur undirbúningur fyrir brottför barns úr vistun eða fóstri er vandaður. 16. staðall Nauðsynlegur stuðningur er veittur eftir að vistun eða fóstri lýkur. V. stig: Rannsóknirogárangursmat Ábyrgðber BVS 17. staðall Rannsóknir eru gerðar á árangri af ráðstöfunum barna í vistun og fóstur.

  17. II. stig: Ákvörðun og aðdragandi vistunar eða fósturs 4. staðall: Barni er aldrei komið í vistun eða fóstur að nauðsynjalausu. Undirstaðlar (2 samtals) • Barnaverndarnefnd hefur fullreynt öll þau almennu úrræði til stuðnings fjölskyldu og barni sem geta tryggt hagsmuni barnsins áður en til vistunar eða fósturs kemur. • Barnaverndarstofa yfirfer, áður en kemur til vistunar eða fósturs sem hún á aðild að, hvort viðeigandi vægari stuðningsúrræði barnaverndarnefndar séu fullreynd og röksemdir barnaverndarnefndar fyrir því að vistun eða fóstur þjóni hagsmunum barnsins best. Rauð ljós • Barnaverndarnefnd ráðstafar barni í vistun eða fóstur að nauðsynjalausu, án þess að vægari viðeigandi stuðningsúrræði séu fullreynd • Barnaverndarstofa lætur hjá líða að kalla eftir upplýsingum frá barnaverndarnefnd sem varpa fullnægjandi ljósi á vinnslu máls áður en kemur til vistunar eða fósturs kemur sem stofan á aðild að. • Í tölulegum gögnum Barnaverndarstofu kemur fram áberandi munur á hlutfallslegri tíðni vistunar- og fósturráðstafana milli einstakra barnaverndarumdæma. Ábyrgð bera barnaverndarnefnd og Barnaverndarstofa. Barnaverndarstofa hefur eftirlit.

  18. III. stig: Umsjá barns í vistun eða fóstri 8. staðall:Öll ytri umgjörð vistunar og fósturs er góð og mætir þörfum barnsins sem þar dvelur. Undirstaðlar (9 samtals) • Umsjáraðili sem Barnaverndarstofa eða barnaverndarnefnd fær barn til vistunar eða fósturs uppfyllir skilyrði fyrir leyfisveitingu, hefur sótt tilskilda þjálfun, hefur gilt starfsleyfi og starfar í samræmi við lög og verklagsreglur. • Umsjáraðili sem Barnaverndarstofa eða barnaverndarnefnd fær barn til vistunar eða fósturs býr við félagslegt öryggi og fjárhagslegan stöðugleika. Rauð ljós • Umsjáraðili barns uppfyllir ekki skilyrði til að fá starfsleyfi, hefur ekki sótt tilskilda þjálfun, hefur ekki gilt starfsleyfi eða starfar ekki í samræmi við lög og verklagsreglur. • Umsjáraðili býr ekki við fjárhagslegt og/eða félagslegt öryggi ( t.d. fjárhagserfiðleika, sjúkdóma, hjónabandserfiðleika, áföll, tíða flutninga) Ábyrgð ber umsjáraðili, en Barnaverndarstofa og barnaverndarnefnd hafa eftirlit

  19. IV. stig: Lok vistunar eða fósturs; aðdragandi og eftirfylgd 15. staðall: Allur undirbúningur fyrir brottför barns úr vistun eða fóstri er vandaður. Undirstaðlar (8 samtals) • Barnaverndarnefnd, umsjáraðili, barn og foreldrar hefja tímanlega undirbúning að brottför barns og hvernig búa á í haginn fyrir það að vistun eða fóstri loknu. • Barnaverndarnefnd, í náinni samvinnu við barnið, umsjáraðila og eftir atvikum foreldra, gera vandaða áætlun samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga um hagi barns eftir að vistun eða fóstri lýkur, þar sem hlutverki hvers þessara aðila er lýst ítarlega. Áætlun þessi er tímasett og með ákvæðum um reglulega endurskoðun. Rauð ljós • Vistun eða fóstri lýkur snögglega og óundirbúið áður en sett markmið hafa náðst. • Ekki er gerð áætlun á grundvelli barnaverndarlaga um hagi barns að vistun eða fóstri loknu eða áætlun þessi er ófullkomin, ekki gerð í samvinnu við barnið né leitað samvinnu við aðra þegar þörf krefur. • Barn er ósátt við áætlun um meðferð máls. Ábyrgð bera barnaverndarnefnd, umsjáraðili og barn. Barnaverndarnefnd hefur eftirlit.

  20. Staðlar – vistun barna • Staðlar byggja á meginreglum, eiga lagastoð og vísa til verklagsreglna. Samanlagðir lýsa staðlarnir því í heild hvernig vel er staðið að öllu þessu ferli, þ.e. þegar allir hlutaðeigandi starfa í hvívetna í samræmi við meginreglur og verklagsreglur. Staðlarnir lýsa með öðrum orðum hinu ákjósanlega ferli, þeir eru gæðakröfur. • Verklagsreglur og handbók gefa leiðbeiningar um það hvernig gæðakröfunum sem felast í stöðlunum verði náð. • Hlutaðeigandi sem koma að vistun eða fóstri barns utan heimilis á vegum barnaverndaryfirvalda, ber að keppa að því að þeir skili hverjum verkþætti og ferlinu í heild þannig að stöðlunum og kröfunum sem í þeim felast sé mætt.

More Related